HNITUN LANDAMERKJA OG STOFNUN NÝRRA LÓÐA
Viltu láta hnita landamerki jarðar eða lóðar? Viltu vita hvað jörðin er stór? Ég kem á staðinn og mæli landamerki skv. leiðsögn eiganda og/eða skv. landamerkjalýsingum. Þannig fæst nákvæm stærð. Eftir það útbý ég merkjalýsingu, kort með hnitum og útlínum jarðar. Ef eigandi vill senda til sveitarfélags staðfestingu á landamerkum og uppfæra stærð lóða þá sé ég um það.
Ég merki hnit með merkjahælum. Ef búið er að deiliskipuleggja land eða stofna lóð á fólk oft hnit lóðar á blaði. Ég tek hnitin og fer á staðinn og rek niður merkjahæl. Get merkt afmörkun lóða, stærri jarða og byggingareit, allt eftir þörfum.
Oft á fólk til á blaði drög að nýjum lóðum eða uppskiptingu lands. Einnig gæti fólk hafa erft kand sem búið er að hnita en kortið er óljóst. Sendu mér hnitin og ég set þau á einfalt kort. Þá sést staðsetning lóða vel og fólk getur skipulagt framhaldið.
Ferli við að stofna lóð getur flækst fyrir fólki. Ég ger þetta einfalt og það eina sem eigandi jarðar þarf að gera er að leiðbeina með hnitun á nýju lóðinni. Ég útbý merkjalýsingu og lóðablað, sendi umsókn til byggingafulltrúa og sé um ferlið þar til lóðin er samþykkt og verið birt í á vefsjá fyrir landeignir.
Starfssvæði er Vesturland og Suðurland, eða hvert á land sem er, allt eftir samkomulagi
Punktar og hnit - ráðgjöf er Adam Hoffritz, löggiltur merkjalýsandi.
Til hvers að hnita nýja lóð á staðnum? Þegar stofna á nýja lóð er best að hnita hana á staðnum því það gerir mörk hennar eins nákvæm og mögulegt er og stærð hennar einnig. Hægt er að teikna eftir loftmynd en það er ónákvæmara.
Til hvers að hnita eldri lóðir?
Fjölmargar lóðir á Íslandi hafa í raun aldrei verið afmarkaðar eða eru afmarkaðar á gömlum deiliskipulagsuppdráttum eða einföldum uppdráttum en vegna mælikvarðans sem þau eru teiknuð í þá gefa þau ekki nákvæma staðsetningu.
Það að hnita lóð og senda til sveitarfélags til að staðfesta stærð og mörk einfaldar málin seinna meir. Við gjörninginn staðfesta eigendur nágrannajarða að þau mörk sem hnituð voru eru rétt. Eftir hnitun eru mörk orðin skýr fyrir komandi kynslóðir. Það að hnita lóð þarf ekki að tengjast því að það séu deilur vegna lóðamarka. Mjög oft er verið að hnita mörk sem algjör sátt er um, en það er jafn mikilvægt að hnita þau landamerki og varðveita eins og öll önnur. Þegar búið er að hnita fara hnitin á opinbert skjal, hægt er að þinglýsa og þá er þessi afmörkun tengd þessari ákveðnu lóð eða jörð þar til annað er ákveðið. Það auðveldar sölu, það auðveldar deiliskipulagsvinnu í framtíðinni, það auðveldar hönnun á lóðinni og fleira.
Hlutverk merkjalýsanda
Samkvæmt lögum um skráningu fasteigna eru það merkjalýsendur sem skrá landamerki lóða, hvort sem verið er að hnita lóðir sem þegar eru til eða stofna á nýja lóð. Merkjalýsandi tekur við hluta af því sem HMS gerði. Merkjalýsandi hnitar, útbýr öll skjöl, skráir mál inn í kerfi HMS, nær í veðbókavottorð og aðra pappíra og eftir atvikum, fer með skjöl í þinglýsingu.
Hafðu samband ef þú vilt fá verðhugmynd
punktaroghnit@gmail.com
Merkjahæll sem markar sumarhúsalóð
Aldagömul sumarhúsalóð hnitsett í fyrsta skipti
Lóð hnituð undir íbúðarhús í sveit
Í byrjun árs tóku gildi ný lög og reglugerð um merki og skráningu fasteigna. Til varð fyrirbærið merkjalýsing sem tekur við af lóðablöðum og ýmiskonar yfirlýsingum um landamerki. Svona er merkjalýsingu lýst samkvæmt 8. grein reglugerðar 160/2024 um merki fasteigna.
Merkjalýsing skal þannig úr garði gerð að hún endurspegli merki fasteigna og að mæliaðferðir séu á þann veg að hægt sé að byggja á þeim til framtíðar þrátt fyrir breytingar á landslagi og náttúru.
Fasteign telst að fullu afmörkuð ef allir skikar hennar eru afmarkaðir.
Í merkjalýsingu skal að minnsta kosti eftirfarandi koma fram:
Um hvaða fasteign er að ræða.
Almenn lýsing á fasteign og hvort skikar séu einn eða fleiri, samliggjandi eða aðskildir.
Upprunaland/lönd eignar ef um uppskiptingu, sameiningu eða tilfærslu lands er að ræða.
Hvernig merkjalýsing samræmist skipulagi þess svæðis sem hún tekur til, bæði aðalskipulag og deiliskipulag.
Merki fasteignar og einstakra skika, ef við á.
Mannvirki innan landeignar og staðsetningu þeirra, ef við á.
Upplýsingar um aðliggjandi landeignir, ef engin landeign er aðliggjandi og upprunaland er óhnitað þarf yfirlýsingu merkjalýsenda um að ný landeign liggi hvergi að ytri mörkum upprunalandeignar.
Réttindi sem fylgja fasteigninni og ná til annarra fasteigna sem og takmarkanir á ráðstöfunarrétti fasteignarinnar vegna réttinda sem fylgja öðrum fasteignum.
Kvaðir sem á fasteigninni hvíla.
Ef skiki fylgir fleiri en einni fasteign sem sameignarland, þarf að tilgreina eignarhlutdeild fasteignanna í sameignarlandinu, liggi hún fyrir.
Hnitsettur uppdráttur sem sýnir merki fasteignar og einstakra skika, ef við á, ásamt mældri stærð og auðkennum hverju sinni. Uppdrátturinn skal einnig sýna breytingar sem gerðar eru.
Skráð stærð fasteignar fyrir og eftir breytingu.
Hnitaskrá ásamt upplýsingum um framkvæmd mælinga eða heimild til grundvallar hniti. Heimildir sem liggja til grundvallar merkjalýsingu.
Blaðsíðutal merkjalýsingar sé hún á skjalaformi.
Nafn merkjalýsanda, samstarfsaðila og eftir atvikum verkbeiðnanúmer.
Dagsetning merkjalýsingar og dagsetning mælinga.
Merkjalýsingu skal fylgja afrit af þinglýsingarvottorði fasteignar eins og það er á þeim tíma sem merkjalýsing er gerð.