Punktar og hnit - ráðgjöf er rekið af Adam Hoffritz, sérfræðingi í landupplýsingakerfu, hnitun lóða, afmörkunum og því sem fylgir.Adam hefur unnið á sviði landupplýsinga, lóða og skipulags hjá Háskóla Íslands, Skipulagsstofnun, Þjóðskrá Íslands, Rorum ehf. og EFLU. Hann hefur unnið við mat á umhverfisáhrifum, gert kort í kennslubækur, unnið að fasteignamati, landmati, landslags- og víðernarannsóknum, stafrænu skipulagi og kortlagningu/hnitun lóða.Adam fékk leyfi merkjalýsenda nr. 1 þann 19. desember 2024 og gildir það í fimm ár eða til 19. desember 2029.